Algengar spurningar um Licener

Algengar spurningar um Licener

Hvað er sérstakt við Licener?

Licener er lúsasjampó sem inniheldur Neem extrakt og drepur bæði höfuðlús og nit hennar á áhrifaríkan hátt með einni meðferð á 10 mínútum.

Hversu mikið magn þarf?

Mikilvægt er að nægilegt magn sé notað af Licener til að metta allt hárið og hársvörð. Magnið sem nota þarf fer eftir sídd/lengd hársins. 50 ml eru nóg til að meðhöndla einn einstakling með stutt hár einu sinni, en fyrir síðara hár kann að þurfa allt að 100 ml til að metta allt hárið. Gætið þess að nota nægilega mikið sjampó til að metta allt hárið og hársvörðinn.

Þarf einnig að kemba hárið eftir meðhöndlun?

Eftir að lúsunum hefur verið eytt ættu þær sjálfkrafa að detta úr hárinu, svo ekki er þörf á að kemba hárið. Tóm hylki nitanna eru límd við hárið en hægt er að fjarlægja þau með kambi, fingrunum eða með fínni greiðu. Athugið að lúsakambur fylgir pakkningunni.

Er hætta á ertingu vegna Licener?

Nei, Licener er milt sjampó sem ertir ekki hársvörðinn.

Er vond lykt af Licener?

Nei, Licener er nánast lyktarlaust.

Drepur Licener einnig nit/egg höfuðlúsarinnar?

Já, Licener drepur bæði lús og nit.

Hversu oft get ég endurtekið meðferðina?

Licener meðferð er einungis eitt skipti. Hins vegar er Licener milt sjampó sem nota má eins oft og óskað er.

Má nota Licener fyrir börn?

Licener má nota fyrir börn, 2 ára og eldri. Engar rannsóknir hafa verið gerðar með Licener á börnum yngri en 2 ára.

Getur lúsin myndað ónæmi gegn Licener?

Nei. Licener hefur eðlisfræðilega verkun sem veldur því að lúsin kafnar en deyr ekki af völdum eitrunar. Lúsin myndar því ekki ónæmi gegn Licener og það virkar einnig á lús og nit sem hefur myndað ónæmi gegn skordýraeitri.

Hvar fæst Licener?

Licener fæst án lyfseðils í apótekum. Hafðu samband við dreifingaraðila fyrir upplýsingar um Licener og útsölustaði í þínu nágrenni.