Forvarnir gegn höfuðlús

Ráð til að forðast höfuðlúsarsmit

Hreinlæti hefur ekki áhrif á útbreiðslu höfuðlúsar og sækir höfuðlús jafnt í hreint sem óhreint hár. Eftirfarandi ráð hjálpa þér að koma í veg fyrir smit af höfuðlús:

  1. Höfuðlús getur hvorki stokkið, flogið né synt heldur skríður frá einu höfði til annars þegar einstaklingar eru nálægt hvor öðrum. Hægt er að forðast smit með því að gæta þess að höfuð þitt snerti ekki höfuð annarra.
  2. Til viðbótar skal forðast að deila hlutum sem hafa verið í snertingu við hár annarra, s.s. hárbursta, kamba, hatta, klúta, handklæði, hjálma, kodda, svefnpoka o.fl.
  3. Leitið eftir nit og lifandi lús að minnsta kosti einu sinni í viku, svo hægt sé að bregðast við áður en fjöldi þeirra eykst frekar. Hafðu í huga að þrátt fyrir að þú getur fundið höfuðlús hvar sem er í hárinu, er þær oftast að finna aftan á höfðinu, nálægt hálsi og á bak við eyru.
  4. Skoðið myndir af höfuðlús og nit (lúsareggi), til þess að átta ykkur betur á að hverju leitað er í hárinu.
  5. Kynnið ykkur einkenni lúsarsmits, sem eru meðal annars kláði í hársverði eða rauðir hnúðar eða særindi aftan á hálsi eða hársverði.