Höfuðlús & Nit

Höfuðlús

Höfuðlús er ófleygt skordýr sem sýgur blóð. Hún er sníkjudýr sem nærist á blóði manna. Bit hennar getur valdið kláða og bólgnum hársverði. Auðveldast er að finna lús ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi, þar sem hiti er meiri og dimmara er. Höfuðlús er ekki hættuleg og er ekki talin bera neina sjúkdóma, en hún er mjög hvimleið og smitast auðveldlega.

Nit – lúsaregg

Lífsferill höfuðlúsar skiptist í þrjú stig: egg (nit), unglús og fullorðna lús. Kvenlúsin festir nitina/eggin við hárið með einskonar lími, ekki meira en 1 mm frá hársverðinum. Nitin helst föst við hárið og færist frá hársverðinum við vöxt hársins. Á 6-10 dögum klekst unglús úr nitinni, sem á 9-12 dögum þroskast yfir í fullorðna höfuðlús. Það tekur því um 3 vikur fyrir fullorðna höfuðlús að myndast úr nit.

Greining höfuðlúsar

Skoða á hár reglulega, helst einu sinni í viku. Hægt er að nota sérstakan lúsakamb til að leita að höfuðlús í hári, sem er áhirfaríkara en að skoða hárið. Ef vart verður við nit þarf það ekki nauðsynlega að þýða að einstaklingurinn er sýktur af höfuðlús. Jafnvel eftir meðferð með Licener getur dauð nit haldist föst við hár þar til hún vex úr. Ráðlagt er að meðhöndla höfuðlús fljótt eftir að hún er greind, þar sem hún smitast auðveldlega milli einstaklinga. Notið Licener sem áhrifaríka og skjótvirka meðferð við höfuðlús!